141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sannleikurinn er sár, ég veit það, og erfitt fyrir stjórnarþingmann að viðurkenna að þau markmið sem vissulega voru lágstemmd hafi ekki náðst. Hv. formaður fjárlaganefndar viðurkenndi að það hefði þurft að fresta markmiðum en að sjálfsögðu var það ekki vegna þess að það hefði náðst svo glæsilegur árangur. (BVG: Vegna þess að það var hægt.) Það var einfaldlega vegna þess að ríkisstjórninni mistókst að ná upp þeim hagvexti sem allir aðilar, Hagstofan, AGS, ríkisstjórnin sjálf, töldu að væri hægt að ná á þessu ári. (Gripið fram í.) Við skulum átta okkur á því (BVG: Það er bara Framsókn.) að til þess að við getum staðið við þau markmið að vernda velferðarkerfið, ég tel að það sé brýnasta verkefni landsins í dag, þá þurfum við að skapa þau skilyrði að hér sé næga atvinnu að hafa. (Forseti hringir.) Það voru fleiri spurningar sem ég náði ekki að svara, en því miður er tíminn útrunninn.