141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[21:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekkert viss um að ég styðji svona verkefni. Það vantar peninga úti um allt. Það vantar peninga í lækningatæki. Það vantar peninga í alls konar verkefni þannig að menn geta ekki haldið einhverri reisn einhvers staðar.

Hv. þingmann sagði að þessi fjárlög sýni sterka stöðu ríkissjóðs. Ég vil spyrja hann: Er staða ríkissjóðs virkilega sterk þegar í ljós kemur að ríkisreikningur er langt yfir 100 milljarðar umfram fjárlög á síðustu tveimur árum? Skuldir ríkissjóðs eru meira en 100 milljörðum meira en til stóð í fjárlögum og fjáraukalögum.