141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

lengd þingfundar.

[11:08]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Umræðu um fjárlög miðar ágætlega. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til að halda hér kvöldfund á föstudegi. Þegar er horft er til dagskrár þingsins má augljóst vera að tími er til þess að komast í gegnum þessa umræðu þannig að við náum að ljúka á skikkanlegum tíma umræðu og atkvæðagreiðslu um fjárlögin.

Desembermánuður er enn ekki hafinn og 2. umr. er komin vel á veg þannig að ég sé ekki að það sé nauðsynlegt vegna þessarar umræðu að hafa kvöldfund hér. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að vegna þess hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á málum eru að hrúgast inn mál sem fyrir löngu hefðu átt að vera komin fram. En það er ekki hægt, virðulegi forseti, að riðla allri dagskrá þingsins, halda kvöldfund á föstudegi, bara vegna þess að ríkisstjórnin hefur komið sínum málum fyrir sem raun ber vitni.