141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:33]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þar hafi einfaldlega verið um mistök að ræða. Íslendingar þóttust einhverra hluta vegna þurfa að sanna sig á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og fóru til Ameríku og tóku 1 milljarð dollara að láni á 6% vöxtum — íslenska ríkið tók lán á 6% vöxtum. Á sama tíma gat íbúðareigandi í sömu borg, New York, labbað inn í bankann sinn og tekið óverðtryggt lán á 3,25% vöxtum. Þetta eru kjörin sem íslenska ríkinu buðust og þetta eru kjörin sem íslenska ríkið kaus einhverra hluta vegna að greiða erlendum fjármagnseigendum, mun verri kjör en voru á lánunum sem það var að greiða upp. Þetta er í rauninni óskiljanlegt og ábyrgðarlaus meðferð á fé skattborgaranna, eins og ég sé það.