141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:34]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Já, það er rétt, það er þverpólitísk samstaða um að standa sem mest … (Forseti hringir.) Forseti, afsakið.

Forseti. Það er þverpólitísk samstaða um að standa vörð um heilbrigðismál, menntamál og löggæslu. Ég fullyrði þó engu að síður að það er örugglega hægt að finna einhverja hluta inni í til dæmis menntamálum sem væri hægt að fjármagna og framkvæma öðruvísi. Ég tel ekki svigrúm til að þenja út útgjaldarammann og auka halla ríkissjóðs til að fjármagna einhverja af þeim þáttum. Ég tel að við verðum, séum neydd til þess, að fara inn í útgjaldatillögurnar eins og þær liggja fyrir til að mæta breytingum sem menn kunna og vilja gera á milli umræðna. Það er verkefnið. Ef það á að vinna það þannig að við tökum lokaumræðu fjárlaga á miðvikudaginn segi ég: Þá er ekkert að breytast, þá er þetta allt í sama harða hnútnum.