141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef nú ekki kannað þetta, en ég spurði hv. þingmann hvort ekki væri hægt að fá þessar upplýsingar eða hvort ég þyrfti að setjast niður og kíkja á fjáraukalög og ríkisreikninga síðustu tíu ára til að fá þær. Það er aðallega kostnaðurinn sem ég hef áhuga á. Nú er það þannig að tekjurnar vaxa oft vegna þess að menn vanreikna verðbólgu og annað slíkt, en það eru gjöldin sem skipta öllu máli og það þarf að stórauka aga á gjöldunum.

Ég spurði að þessu með ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði um daginn og þá svaraði hæstv. fjármálaráðherra að það væri ríkisábyrgð í fjárlögum, að upphæðin sem þar er um að ræða hefði komið fram í fjárlögum. En það er verra með LSR, þar vantar 47 milljarða og spurningin er sú: Er ríkisábyrgð á því? Það er svo aftur önnur saga.