141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[22:59]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Lúðvík Geirsson hefur ekki verið lengi á þingi en honum ætti samt að vera ljóst að einstakar þingnefndir gera ekki samkomulag um það hvernig haldið er hér á málum. Það er gert á fundi formanna þingflokka ásamt forseta. Ég vona að þingmanninum sé nú orðið þetta ljóst, að hann átti sig á því hvernig þetta virkar. Ekkert samkomulag lá fyrir um hvenær þessari umræðu yrði lokið eða hvenær gengið til atkvæða.

Ég ætla að spara mér það að lýsa skoðun minni frekar á framferði hv. þingmanns, hvað mér finnst um þetta. Þetta minnir mig þó á þegar ég var í menntaskóla, í málfundastarfinu, (Forseti hringir.) þá man ég eftir svona brellum og framkomu en ég man ekki lengur hvaða menn (Forseti hringir.) það voru sem beittu því.