141. löggjafarþing — 44. fundur,  3. des. 2012.

lögmæti verðtryggingar.

[15:25]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég verð að játa að ég hef ekki staðið í fararbroddi þeirra sem hafa viljað leita til ESA um okkar úrlausnarefni. Ég geri ekki lítið úr því álitamáli sem hv. þingmaður vekur hér máls á, verðtryggingunni, en hitt er alveg ljóst að ef það er eitthvað sem dómsmálaráðherra, eða ráðherra sem fer með dómsmál, á að varast þá er það að koma nærri þeim aðilum sem kveða upp úr um álitamál af þessu tagi hvort sem það eru dómstólar hér innan lands eða ESA-úrskurðarvaldið. Það er því ekki í mínum verkahring að hafa bein afskipti af málum af þessu tagi.