141. löggjafarþing — 45. fundur,  3. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[23:15]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur fyrir þessa mikilvægu spurningu. Þrátt fyrir að í gegnum árin og áratugina hafi tíðkast að menn sletti fram einhverju í fjárlögum á kosningavetri í þeirri von að verða endurkjörnir, held ég að nú taki steininn úr. Hér eru gerðar áætlanir í tugum liða um alls konar gæluverkefni og blásið í lúðra og heyrist englasöngur þegar talað er um að hér sé komin hin mikla fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. En fjárfestingaráætlunin gengur meira og minna út á stofnkostnað í ríkisrekstri sem kallar á hærri rekstrarkostnað. Þetta eru ekki raunverulegar fjárfestingar. Þetta eru ekki fjárfestingar sem leiða til þess nema að örlitlu leyti að hagvöxtur verði meiri, framleiðni meiri, laun hærri og annað slíkt.

Ég get verið sammála því að það sé náttúrlega ómögulegt að ríkisstjórnin setji fram svona áætlun sem mun ekki standast tímans tönn, enda varar Seðlabankinn sérstaklega við því að fara svona að hlutunum, það eigi ekki að vera að gefa út þessa kosningavíxla (Forseti hringir.) og …