141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:00]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það þannig að á fimmtudaginn og föstudaginn var ég með fundi í kjördæminu og var að hitta kjósendur. Á fimmtudeginum var ég ekki á mælendaskrá í þinginu vegna þess að verið var að mæla fyrir og það voru bara þeir sem mæltu fyrir nefndarálitum sem töluðu þá.

Á föstudeginum var ég hér frá klukkan tíu um kvöldið og langt fram á nótt og varð meðal annars vitni að þeirri svívirðilegu framkomu sem hv. þm. Björn Valur Gíslason stóð fyrir.