141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:01]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Forseti. Það er þá á hreinu að hv. þingmaður hefur verið á mælendaskrá án þess að vera á svæðinu og reyndar í hundruð kílómetra fjarlægð.

Það er eitt sem mig langar til að spyrja hv. þingmann að. Nú er hv. þingmaður hagfræðingur og hefur starfað við það um tíma og veitt forstöðu slíkri stofnun við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað ótal greinar og bækur um hagfræðileg efni, oft einn og stundum í samstarfi við aðra. Hann hefur rýnt fjárlagafrumvörp og fjárlög yfirstandandi kjörtímabils, hið minnsta, sem hagfræðingur og hefur alltaf haft rangt fyrir sér. Er einhver ástæða til þess að ætla að hv. þingmaður, prófessor í hagfræði, hafi rétt fyrir sér núna og þá hvers vegna?