141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:05]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að koma í andsvör við mig. Fyrst ætla ég að benda honum á að ég var á engan hátt að biðja hann um að gera grein fyrir hagvaxtarspám, enda ætlast ég ekki til þess að hann hafi þá þekkingu og þá kunnáttu sem þarf til þess. (Gripið fram í.)

Aftur á móti var ég að biðja (Gripið fram í.) hann um að gera grein fyrir þeim (Gripið fram í.) 2,6 milljörðum sem vantar til þess að megi verða af framkvæmdum á Bakka og að hann útskýri hérna í ræðustóli — það var það sem ég bað hann um, en ég var ekki að tala um hagvöxt við hann.

Hvar skulum við skera niður? Ég skal nefna nokkra hluti. Við skulum fresta byggingu húss íslenskra fræða. Við skulum fresta sýningu fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Við skulum fresta byggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Við skulum sleppa því að grænka íslensk fyrirtæki. Við skulum sleppa því að taka græn skref og gera innkaup ríkisstofnana vistvæn og við skulum sleppa grænum fjárfestingum þangað til við höfum efni á þeim, þannig að nokkrir liðir séu nefndir.