141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[20:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem mér telst til, ef ég er ekki að ruglast í þessu, að sé hans sjöunda ræða við 2. umr. fjárlaga.

Nú eru rétt tæpir þrír mánuðir frá því að málið var lagt fram í þingi. Fjárlaganefnd hefur fjallað ítarlega um það, eins og margoft hefur komið fram, og þingmaðurinn mjög áhugasamur um það eins og oftast áður um ríkisfjármálin.

Mig langar að spyrja hvort hv. þingmaður mundi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið, flytja þær sjálfur eða standa að þeim, og hverjar slíkar tillögur gætu orðið.