141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[20:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Forseti. Þetta er mjög athyglisvert svar. Nú hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt að ekki séu öll mál komin frá stjórnarliðum fyrir 2. umr., en hér er það tilkynnt að það standi fyrir dyrum að boða umfangsmiklar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem við vitum ekki hverjar eru og getum þar af leiðandi ekki rætt. Væri nú gaman að geta flýtt þessari umræðu og tekist á um þær breytingartillögur sem stjórnarandstaðan mun flytja við 3. umr.

Mig langar að spyrja hv. þingmann að öðru: Það kom fram í máli þingmanns Framsóknarflokksins fyrr í dag að Framsóknarflokkurinn hyggist greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu og brjóta þannig í blað við afgreiðslu fjárlaga í þinginu. Kemur til greina, að áliti þingmanns, að Sjálfstæðisflokkurinn greiði atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu við lokaafgreiðslu hér á þinginu, hvenær sem það nú verður?