141. löggjafarþing — 46. fundur,  5. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[00:09]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get svo sem ekki annað en tekið undir það sjónarmið sem kemur fram hjá hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni. Það var ástæða fyrirspurnar minnar að ég vildi fá það fram hvort það væri ekki stefna hæstv. ráðherra og ríkisstjórnarinnar að verkefni sem væru ný eða auðvelt væri að færa yrðu einmitt staðsett úti á landsbyggðinni. En hér sést enn og aftur forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í verki. Í fjárlagafrumvarpinu sést hvað mætir afgangi og í hvað útgjöldin fara. Og útgjöldin eru því miður oft innan stjórnsýslunnar sjálfrar hér á höfuðborgarsvæðinu, inni í ráðuneytunum og inni í stofnunum sem standa þeim næst. Því miður.