141. löggjafarþing — 46. fundur,  5. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[01:30]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er komin hingað upp til að spyrja hæstv. forseta hvað því líði að fá ráðherra í hús, ég hef beðið eftir og beðið um hæstv. innanríkisráðherra og hæstv. velferðarráðherra. Það væri fínt ef hæstv. atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra væri hér að hlusta á umræðuna því að hann er í húsi. Það væri ágætt ef hann tæki til máls, það mundi að sjálfsögðu liðka fyrir umræðunni.

Ég vil einnig spyrja hæstv. forseta að því hversu lengi standi til að funda, hve langt fram á nótt? Það liggur ljóst fyrir af okkar hálfu að við munum ekki klára umræðuna hér í nótt, sér í lagi ef ráðherrar taka ekki þátt í þeim. Það mundi eflaust liðka fyrir ýmsum málefnum ef hæstv. ráðherrar tækju þátt í umræðunni og útskýrðu ýmis atriði í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem eru mjög flókin.

Ég spyr hæstv. forseta þessara tveggja spurninga: Hvar eru ráðherrarnir? Hversu lengi munum við halda áfram inn í nóttina?

Eins og ég gat um áðan munum við ekki tæma umræðuna hér. Við munum að sjálfsögðu halda áfram á morgun og reyna að knýja fram svör af hálfu ráðherra.