141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[21:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á þakka þingmanninum fyrir ágætisræðu. Eins og hennar er von og vísa þá velti hún upp kostum og göllum og ég met það við hana að hún skuli hafa bent á að þarna væru hlutir sem hún væri ekki ánægð með.

Það er eitt í þessu með virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Nú eru útflutningsfyrirtækin á Íslandi, bæði stóriðja og fiskútflutningur, undanþegin virðisaukaskatti. Fyndist henni koma til greina að þriðji stærsti útflutningsatvinnuvegur á Íslandi yrði líka undanþeginn virðisaukaskatti, þ.e. ferðaþjónusta, til að samkeppnisstaðan yrði enn betri gagnvart ferðaþjónustu í öðrum löndum?