141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[22:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef Íslendingar tækju sig nú til og kláruðu dæmið og hættu að reykja, hvað haldið þið að það mundi spara fyrir íslensk heimili? (Gripið fram í: Og drekka.) Já, ég held að það mundi spara mjög mikið fyrir heilbrigðiskerfið og heimilin (Gripið fram í.) og ég hvet alla Íslendinga til þess að hætta að reykja um næstu áramót. (Gripið fram í.) Ég held að það sé betri nálgun en að velta sér upp úr hærra tóbaksgjaldi því að við höfum þá lýðheilsustefnu að draga úr reykingum sem við vitum alveg hvernig fara með okkur. (Gripið fram í.)

Varðandi veiðileyfagjaldið tel ég að sjávarútvegurinn hafi aldrei verið betur í stakk búinn en núna til að standa undir veiðigjaldi og að gjaldið sé mjög sanngjarnt eins og það er útfært. (Forseti hringir.) Ef útgerðir fara á hliðina út af þessu veiðigjaldi er ég hrædd um að eitthvað annað sé að.