141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[22:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég kom inn á áðan voru Samtök ferðaþjónustunnar á fundi hjá okkur í efnahags- og viðskiptanefnd í morgun þar sem þessi mál voru rædd fram og til baka. Mér fannst það vera vel þess virði að skoða hugmyndir þeirra sem voru í forsvari fyrir bílaleigurnar. Ég held að það sé skynsamlegt að skoða þær tillögur og greina þær vel. Ef hægt er að nýta eitthvað þar þá á að gera það.

Í sambandi við 14% eða 25,5% þrepið í virðisaukaskatti finnst mér mjög eðlilegt að draga allt saman sem tilheyrir ferðaþjónustunni, þætti sem ekki hafa verið virðisaukaskattsskyldir og skoða hvort hægt sé að sameina þá í eitt þrep, sem væri 14%, í stað þess að fara upp í 25,5%. Mér finnst mjög eðlilegt að sú vinna fari fram og ef ferðaþjónustan er (Forseti hringir.) tilbúin í það er það hið besta mál.