141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[22:16]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek ekki undir það með hv. þingmanni að eitthvað sé vanhugsað hjá þessari ríkisstjórn. Það er allt hugsað fram og til baka (Gripið fram í.) og nú er búið að hugsa svo mikið um málið að verið er að spá í draga alla þætti inn í 14% þrep. Ég segi það hér í þriðja sinn, og ég vona að allir sem hlýða á mál mitt skilji hvað ég meina, að þeir þættir sem ekki hafa verið virðisaukaskattsskyldir verða ef til vill teknir þar undir og skoðað verður hvort ferðaþjónustan sjálf sé tilbúin til að vinna með það og skoða það af fullri alvöru. Ég er ekki að segja að það verði niðurstaðan. (EKG: Eru 14% niðurgreiðsla?) Ég hef aldrei talað um niðurgreiðslu og ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu. Núna stöndum við frammi fyrir því að lagt er til 14% þrep í frumvarpinu og ég tel að við eigum að skoða hvort hægt sé að ræða það til framtíðar (Forseti hringir.) að aðrir þættir innan greinarinnar fari í það þrep. Ef ekki næst samkomulag um það (Forseti hringir.) fer þessi grein, eins og (Forseti hringir.) aðrar greinar, í 25,5% þrepið.