141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:52]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þau drög að fjárlögum sem við sjáum hér eru hrein og bein blekking. Það vantar fjölda liða, eins og talið hefur verið upp í ræðum hv. þingmanna, inn í drögin, fjárhæðir sem nema tugum milljarða.

Hæstv. atvinnuvegaráðherra gumar af stórkostlegum árangri. Sá árangur er eingöngu í excel. Þessi fjárlög eru excel-æfing. Og það er magnað að hlusta á hv. þm. Guðmund Steingrímsson viðurkenna hreint og beint hér í ræðu að hann hafi verið keyptur til að styðja fjárlögin með þessari fjárfestingaráætlun [Háreysti í þingsal.] sem er meira og minna tómt rugl. [Frammíköll.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður þingmenn um að gæta orða sinna og gefa hljóð í þingsal.)