141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:59]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er rangt sem hér hefur verið haldið fram, að vandanum sé frestað með þessu frumvarpi. Vandinn í upphafi þessa kjörtímabils var 216 milljarða kr. halli ríkissjóðs sem nú stefnir í 2 milljarða. (Gripið fram í: Nei.)

Í þessu frumvarpi sjáum við arðtöku af auðlindum okkar, 12,6 milljarða, sem verður varið til rannsókna og tækniþróunar, fjárfestinga og mikilvægra framkvæmda til styrkingar samfélagslegum innviðum sem ella væri ómöguleg. Niðurskurðartímabilinu er nefnilega með þessu frumvarpi lokið, (Gripið fram í: Nei.) viðspyrnan er hafin og sókn inn á nýja braut, sókn jafnaðar og félagshyggju til nýrrar velferðar vegna þess að það skiptir máli hverjir stjórna.