141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:00]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér hafa stjórnarandstæðingar talað af miklu yfirlæti um fjárhæðir sem vantar að þeirra mati í fjárlagafrumvarpið. Ég tek undir það að enn er óvissa í ríkisfjármálum vegna hruns fjármálakerfisins í kjölfar 18 ára valdatíðar Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í.) Þar skulum við tala um Íbúðalánasjóð, þar skulum við tala um A-deild LSR, þar skulum við tala um SpKef, þar skulum við tala um ýmislegt úr arfleifð Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: … umræðuna?) Við erum langt komin í því að lagfæra ríkissjóð en það sér ekki alveg fyrir endann á því, það er hárrétt hjá Sjálfstæðisflokknum.

Á næsta kjörtímabili verður vonandi hér áfram ríkisstjórn í nafni félagslegs réttlætis og jöfnuðar sem mun halda áfram því vandasama verki að koma ríkissjóði á réttan kjöl. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í.)