141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:09]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vek athygli á því að hér liggja fyrir tillögur til 2. umr. á meðan frumvarpið um ráðstafanir í ríkisfjármálum, svokallaður bandormur, er enn til umræðu í þingsal. (Gripið fram í.) Nefndin sem fær það mál til umfjöllunar er ekki byrjuð að vinna að þeirri tillögugerð sem á að liggja að baki fjárlögum næsta árs.

Það er ástæða til að vekja athygli á þessu og meðal annars af þessari ástæðu er ómögulegt að taka afstöðu til tillögunnar eins og hún liggur fyrir við 2. umr. Við áskiljum okkur allan rétt til að gera breytingartillögur í nefndarstarfinu fram undan varðandi það frumvarp sem vonandi skilar sér til nefndar áður en afgreiðslu fjárlaga næsta árs lýkur.