141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:28]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarin fjögur ár hafa einungis skilað um 30 milljarða aðhaldi á ári í varanlegum sparnaði. Restin hefur komið með nýjum skatttekjum upp á 90 milljarða og síðan með niðurskurði í fjárfestingum. Þess vegna sækir ríkið núna arð til fjármálastofnana, eins og við sjáum, til að standa undir nýjum útgjöldum.

Það sem við ættum að vera að gera er að taka arð frá fjármálastofnunum og eftir atvikum síðan í framhaldinu, á næsta ári og komandi árum, selja aðrar eignir — til að gera hvað? Til að lækka vaxtabyrði ríkisins. Það gengur ekki að hún verði 370 milljarðar á næstu fjórum árum.

Hér er tekinn arður til að standa undir rekstri vegna þess að menn hafa ekki staðið sig í því að ná fram almennilegu aðhaldi. Við það geri ég athugasemdir, að þessi arður sé tekinn í þeim tilgangi sem að er stefnt. (Gripið fram í.)