141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:47]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mér hrýs hugur við þessum fjárlagalið í íslenskum fjárlögum fyrir árið 2013. Hér er verið að greiða atkvæði um styrki frá Evrópusambandinu, vegna aðildarumsóknar Íslands að því, sem nema 806 millj. kr. Við erum frjálst og fullvalda ríki, að ekki sé minnst á að við erum líka sjálfstæð og þar að auki með elsta þing í heimi. Evrópusambandið er að moka fjármunum inn í landið til að kaupa sér stuðning við aðlögunarferlið. Þetta er óásættanlegt. Ég segi nei.