141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:48]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Eitt er að sækja um aðild og taka upp samninga á eigin forsendum, á sjálfstæðum forsendum, og annað að þurfa að þiggja fjármagn frá Evrópusambandinu, sem verið er að sækja um aðild að, til að laga íslenska stjórnsýslu og íslenskt stofnanakerfi að því.

Mér finnst það frekleg skerðing á fullveldi Íslendinga að taka við fjármagni með þessum hætti sem beinlínis er ætlað til þess að laga Ísland að Evrópusambandinu án þess að búið sé að greiða atkvæði um það hvort við ætlum þangað inn eða ekki. Ég ítreka að ég vil alls ekki þangað inn og ég tel að það eigi að hætta þessu ferli.

Enn fjarstæðukenndara er að leggja til að þiggja fé, liðlega 800 millj. kr. á þessu ári, en því fylgir líka áframhaldandi skuldbinding á næstu árum. Er verið að gera ráð fyrir að þiggja aðlögunarfé frá Evrópusambandinu? (Forseti hringir.) Ætlum við ekki að hætta við þessa umsókn? Umboð þessarar ríkisstjórnar (Forseti hringir.) til að sækja um aðild að Evrópusambandinu rennur út við næstu kosningar. (Gripið fram í: Það er ekki rétt.)