141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:50]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þessi fjárlagaliður er eins skýrt dæmi um aðlögunina að Evrópusambandinu og hægt er að hugsa sér. Á sínum tíma gerði Vinstri hreyfingin – grænt framboð sérstaka flokkssamþykkt um að ráðherrum flokksins væri ekki heimilt að taka á móti svokölluðum IPA-styrkjum. Þá var hins vegar búin til sérstök hjáleið sem gerði það að verkum að hægt var að gera það þannig að einstaka stofnanir gætu sótt um þessa styrki. Staðan er sú að þegar við skoðum ráðuneyti þessara stjórnarflokka þá fer líklega meiri hluti þessara styrkja til viðfangsefna undir ráðuneytum Vinstri grænna.

Þetta leiðir í ljós það sem hefur blasað við, að enginn munur er á afstöðu Samfylkingarinnar og VG þegar kemur að Evrópusambandinu. VG hefur eina stefnu í orði en fylgir annarri á borði.