141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:21]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég fagna því sérstaklega að í þessum lið og reyndar nokkrum fleirum sem honum tengjast er verið að móta nýjar áherslur um að leggja grunn að grænum sjálfbærum hagvexti í landinu til framtíðar litið. Þetta er tiltölulega óumdeild stefna. Sem dæmi má taka samstarf Norðurlandanna þar sem mikil áhersla er nú lögð á fjárfestingu og undirbyggingu á þessum sviðum, sjálfbæran hagvöxt þar sem gjarnan er horft til umhverfis- og matvælaframleiðslu og það gjarnan sett saman undir samheitinu „grön växt“.

Það kemur mér ekki á óvart að hv. síðasti ræðumaður hafi heldur horn í síðu þessa og það sannfærir mig enn betur um að við erum á réttri leið.

Ég greiði þessu atkvæði með gleði.