141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna sérstaklega þessari nærri tvöföldun á framlagi til Kvikmyndasjóðs sem gefur framleiðslustyrki til kvikmyndagerðar hér á landi. Í sama mund fagna ég auknu framlagi í lið nr. 128 til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar hér á landi.

Ég geri ekki ráð fyrir að það hafi farið fram hjá neinum í þessum sal, eða öðrum, hve mikil umsvif kvikmyndagerðar eru orðin hér á landi. Þau skaffa okkur miklar gjaldeyristekjur og mjög fjölbreytt störf um land allt. Um leið er mjög líklegt að þau styðji við lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru sá grunnur að fyrirtækjarekstri í landinu sem við viljum helst hafa.