141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:33]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Frú forseti Það tekur svolítinn tíma fyrir nýjar atvinnugreinar að vinna sér sess á Íslandi. Þegar ég var að byrja á þingi man ég að hér var mikill áhugi á því að erlent glæpafyrirtæki fengi aðstöðu í Keflavík til að þjálfa herflug og því um líkt. Kvikmyndagerð er hins vegar búin að berjast í bökkum áratugum saman, alveg frá því að ég var ungur maður og kom til starfa í þeirri grein.

Núna loksins er farið að sjá þess einhver merki að menn skilji að ferðamenn koma til landsins ef íslenskar kvikmyndir eru sýndar erlendis og að íslensk tunga byggist á því að við gerum íslenskar kvikmyndir.

Þessi skilningur hefur vaknað seint en ég þakka innilega þeim sem hafa rumskað.