141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég fagna að sjálfsögðu þeim lið fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar sem lýtur að skapandi greinum. Það geri ég ekki eingöngu vegna fjárfestingargildis heldur ekki síður vegna þess að með þessum milljónum erum við að auðga samfélag okkar með menningar- og listalífi sem ýtir undir gagnrýna hugsun og eflir siðferðisstig þjóðarinnar, leyfi ég mér að halda fram. (Gripið fram í: Siðferði?)

Ég fagna þessum fjárframlögum sem búa til betra samfélag og efla þann innsta kjarna í samfélaginu sem skiptir miklu máli fyrir okkur sem hugsandi verur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)