141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:43]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Forseti. Ég bendi á að hér erum við að greiða atkvæði um hluti sem hafa verið til staðar í mörg ár, jafnvel áratugi. Það eru ekki nýmæli að hér séu lagðir fjármunir í útflutningssjóð, myndlistasjóð, hönnunarsjóð, handverkssjóð, bókmenntasjóð og tónlistarsjóð. Ég hef sjálfur verið með fyrirspurnir um aukna fjármuni í þessa starfsemi.

Ég bendi hins vegar á að þegar hinir svokölluðu safnliðir voru fjarlægðir úr fjárlaganefnd og settir í sjóði og inn í ráðuneytin skertust fjármunir til lista á landsbyggðinni. Sú er staðan í dag. Við höfum ekki séð neina útfærslu á því hvernig farið verður með þessa fjármuni en ég vona að þegar deilt verður úr þeim komi fé til landsbyggðarinnar. Við vitum að það þarf að styðja við menningu, listir og hinar skapandi greinar á landsbyggðinni (Forseti hringir.) eins og annars staðar.