141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:44]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að biðjast afsökunar, biðja sérstaklega Jón Gunnarsson þingmann og svo ykkur hin, samþingmenn mína, afsökunar á ljótu orðbragði. Mér varð það á að kalla Jón Gunnarsson apakött og það vitum við öll að hann er ekki.

Ástæðan fyrir þessu er að ég reiddist ákaflega þegar ég heyrði þingmanninn láta að því liggja að það fé sem fer til menningar og hinna skapandi greina á Íslandi sé tekið frá heilbrigðisþjónustunni, frá lífsnauðsynjum sem varða mannslíf. Mér finnst þetta svo ljótt að ég missti stjórn á mér. Ég á erfitt með að venja mig á hið þinglega orðbragð og biðst forláts á því líka. Afsakaðu mig, Jón Gunnarsson.