141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:56]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég legg áherslu á að utanríkisráðuneytið hafi öfluga þýðingamiðstöð og ekki veitir nú af því að í mörgum þeim gjörðum og samþykktum sem við gerum eiga í hlut erlend ríki. En að stórauka þurfi fjárveitingar til Þýðingamiðstöðvarinnar á næsta ári og næstu árum til að þýða skjöl sem tengjast aðild að Evrópusambandinu og aðlögun að Evrópusambandinu tel ég alveg fullkomlega óþarft. Í fyrsta lagi eigum við að fjármagna það sjálf sem við gerum í Þýðingamiðstöðinni. Í öðru lagi eigum við að hætta við þessa umsókn. Á næsta ári er alveg ástæðulaust að auka fé í þýðingarstarf vegna umsóknar sem við ætlum að afturkalla og við eigum að vera búin að afturkalla hana áður en langt líður á næsta ár.