141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:03]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Hér ræðum við um að setja auknar fjárveitingar í Evrópusambandsumsóknina. Ég rifja það upp hér að meiri hluti þjóðarinnar er andsnúinn stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Meiri hluti þjóðarinnar er andsnúinn Evrópusambandsaðild. Meiri hluti þjóðarinnar vill samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum draga Evrópusambandsumsóknina til baka.

Það er fróðlegt að fylgjast með ráðherrum hér á ráðherrabekknum sem kenna sig við norræna velferð um leið og við horfum upp á að búið er að skera niður á Landspítalanum um yfir 20%. Við horfum upp á að hjúkrunarfræðingar flýja til Noregs og við horfum upp á að verið er að veita hundruð milljóna aftur og aftur til mála sem þjóðin er andsnúin. Verði ykkur að góðu.