141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu formanns fjárlaganefndar, fulltrúa Vinstri grænna, um að hækka styrki til Evrópusambandsins eða vegna umsóknarinnar. Það er gert á sama tíma og verið er að skera niður hjá lögreglunni og ekki settir nægilegir fjármunir til hennar, en hæstv. innanríkisráðherra er ráðherra þess málaflokks. Hann greiðir atkvæði með aukinni fjárveitingu til aðildarviðræðnanna en ekki eru til peningar fyrir lögregluna. Á sama tíma og þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið er verið að ausa tugum og hundruðum og þúsundum milljóna í Evrópusambandsumsóknina. (Gripið fram í: Þetta er vilji Alþingis.) Það eru takmarkaðir peningar til en það eru nógir peningar til í hana. (Gripið fram í.) (VigH: Hneyksli.)