141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum aukningu á framlögum til umboðsmanns skuldara sem, eins og kom fram hjá síðasta ræðumanni, lendir á Íbúðalánasjóði að einhverju leyti en líka á lífeyrissjóðunum. Það þýðir að almennu lífeyrissjóðirnir munu borga, eins og ég hef margoft bent á, en opinberu sjóðirnir munu ekki borga heldur ríkið. Þar vex skuldbindingin sem ekki hefur verið tekin inn í fjárlög, 57 milljarðar, fyrir utan B-deildina.

Ég vil að menn skoði hvað það kostar mikið á hvern mann að afgreiða umsókn hjá umboðsmanni skuldara. Ég hygg að það hlaupi á hundruðum þúsunda eða nemi jafnvel hálfri eða heilli milljón. Ég vil skoða kostnaðinn í þessu kerfi og hvort það sé eins hagkvæmt rekið og mögulegt er. Ég get ekki greitt atkvæði með þessu meðan það liggur ekki fyrir og sit hjá.