141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að auka verkefni hjá Byggðastofnun um 50 millj. kr. Það sýnir að þetta er í rauninni ríkisbanki. Þetta er banki sem ríkið notar.

Nú getur maður haft ýmsa skoðun á þeim verkefnum sem Byggðastofnun tekur að sér og ég ætla ekki að dæma um þau. En það sem mér finnst vanta í umræðuna er hvernig Byggðastofnun stendur. Stendur hún ekki svipað og Íbúðalánasjóður og aðrir opinberir bankar sem hafa farið illa út úr hruninu? Ég sit hjá.