141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:09]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér á að leggja til fjármuni í verkefni sem snúa að uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Í sjálfu sér er þetta jákvætt og gott verkefni. En hvernig er staðið að málinu að öðru leyti? Núna rétt á eftir munum við ræða tillögur um sérstaka gjaldtöku á ferðaþjónustuna, hækkun á virðisaukaskatti upp á 1,1 milljarð og hækkun á vörugjöldum bílaleigubíla fyrir 500 millj. kr. Það er því væntanlega hækkunin á vörugjaldinu á bílaleigunum sem mun fjármagna þetta. Þetta er allur sannleikurinn í málinu, en sýnir þá óskaplegu hræsni sem alltaf virðist fylgja hæstv. ríkisstjórn þegar hún leggur fram svona mál.