141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:15]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Þegar hæstv. umhverfisráðherra lagði til að hætta fjárveitingum til refaveiða var sýnt fram á að virðisaukaskatturinn af því fjárframlagi sem ríkissjóður veitti til refaveiða ásamt því mótframlagi sem kom frá sveitarfélögunum, var alla jafna hærri en framlag ríkissjóðs. Þarna er um að ræða mikið umhverfismál. Við höfum horft upp á það að á mörgum svæðum hefur fuglalíf nánast þurrkast út vegna mikillar fjölgunar refs. Refastofninn, frá því að hann var í lágmarki í kringum 1980, hefur tíu- til tólffaldast að stærð og étur gríðarlegt magn af fuglum og er farinn að valda því að dýralíf á mörgum svæðum er orðið mjög fábreytt.

Það er mikið fagnaðarefni að fjárlaganefnd hafi stuðlað að því að öfgafull hugmyndafræði í þessum málum hafi orðið undir (Forseti hringir.) og skynsemi hafi orðið ofan á. Því er rétt að fagna.