141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:34]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S):

Frú forseti. Mig langar að taka undir með hv. þingmönnum Pétri H. Blöndal og Siv Friðleifsdóttur. Ég tel að þetta fyrirkomulag sé úrelt. Við hljótum að vera sammála um að það sé margt annað mun mikilvægara sem ætti að veita fé í á þessum tímapunkti en hækkun opinberra styrkja til listamanna.

Mín tillaga hefur verið sú að fresta þessu ótímabundið þar sem þetta hefur verið fest í lög, en ég segi nei við þessari hækkun.