141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:35]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vil vekja athygli þingsins á því að bókhaldið stemmir ekki í þessari tillögu. Dregin var til baka fjármögnun á tilteknum lið, ég man ekki númerið á honum í tillögunni um byggingu húss sem við vorum með áðan, þar sem var gert ráð fyrir því að Happdrætti háskólans legði til fjármögnun. Ég vek athygli þingsins á því að hér er hvorki gerð tillaga um breytingu á rekstraráætlun né sjóðsstreymi Happdrættis háskólans. Ég bið hv. þingmenn að gæta að því að bókhaldið stemmir ekki. Það þarf að taka út úr tekjum ef eitthvað er tekið út úr gjöldum.