141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:39]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vildi vekja athygli þingheims á því að hér er verið að selja eignirnar á Gufuskálum. Þessar eignir eru staðsettar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þetta eru einu eignirnar og byggingarnar sem eru í þjóðgarðinum og ég held að það sé ekki skynsamleg ákvörðun hjá Alþingi að selja þær. Ég held að það væri nær að leigja þær vegna þeirra breytinga sem eru að verða á rekstri björgunarskólans þarna. Við erum líka með 6. gr. heimild sem snýr að þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem er pósitíft ákvæði um að kaupa sumarbústaðaland í þjóðgarðinum og því til viðbótar að kaupa jarðir í næsta nágrenni. Ég held að þetta sé ekki skynsamleg ákvörðun hjá Alþingi að selja eignir sem eru inni í þjóðgarði. Ég segi nei.