141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:43]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru í mikilli óvissu, óþolandi óvissu. Þessi liður snýst um hvort selja eigi hlut ríkisins í landi við Reykjavíkurflugvöll fyrir utan girðingu flugvallarins. Ég tel að það sé algert forgangsatriði að ljúka þeim málum sem er ólokið við Reykjavíkurborg og ganga til samninga um framtíðarskipan innanlandsflugs og framtíðarstaðsetningu flugvallarins í Reykjavík. Það er mjög mikilvægt.

Reykjavíkurborg hefur þverskallast við í þessu máli og við það verður ekki unað. Alþingi verður að tala skýrt í þessu máli. Ég tel algerlega ótímabært að selja væntanlegum kaupanda, Reykjavíkurborg, þetta land áður en gengið hefur verið frá framtíðarskipulagi vallarins á þann veg að þar verði flugvallarstarfsemi og miðstöð innanlandsflugs til lengri tíma litið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)