141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:50]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Það lá við að hv. síðasti ræðumaður hefði fengið mig til að fara frá sannfæringu minni og fara yfir á rautt, en ég ætla að sitja hjá í þessu máli. Ég hef gert það í öðrum atkvæðagreiðslum undir útgjaldaliðnum. Það má ekki túlka að þögn sé sama og samþykki heldur tel ég að hér sé um að ræða fjárlagafrumvarp þar sem stendur ekki steinn yfir steini.

En eins og ég hef nefnt áður var ég einn af þeim sem stóðu að skýrslugerð um græna hagkerfið. Ég var á móti því og gat þess vegna ekki skrifað upp á þær tillögur sem kölluðu á útgjöld frá ríkissjóði. Enn og aftur, virðulegi forseti. Þótt málefnið sé gott eru önnur málefni brýnni akkúrat núna. Ríkissjóður hefur ekki úr fjármunum að spila, skuldirnar eru að vaxa og þá þarf að forgangsraða. Ríkisstjórnin er núna að forgangsraða með þessum hætti. Ég hefði viljað sjá þessa peninga, 500 milljónir, fara til Landspítalans til að fjárfesta í tækjum til að hjálpa veiku fólki til að ná heilsunni. (Gripið fram í: Rétt.) Ég held að legið hefði meira (Forseti hringir.) á því en ráðast í að stofna þennan sjóð sem liggur ekki einu sinni fyrir hvernig á að virka. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)