141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:52]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel ástæðu undir lok atkvæðagreiðslunnar að koma hingað upp og fagna sérstaklega þeirri tilteknu grænu áherslu í fjárlagafrumvarpinu sem og öðrum sem hafa verið teknar fyrir. Þarna liggja klárlega vaxtarsprotar framtíðarinnar til þess einmitt að standa undir betra heilbrigðiskerfi sem þjóðir víða um heim og einkaaðilar og fjárfestar eru akkúrat að fjárfesta í til framtíðar. Þarna liggja svo miklir framtíðarmöguleikar. Það er alger skammsýni að halda því fram að þarna sé verið að taka frá einhverju öðru, þvert á móti.

Að mínu mati gengur þetta líka hönd í hönd við þá gríðarlega mikilvægu og dýrmætu áherslu sem við eigum að leggja á skapandi greinar og styrkja menningu, listir og önnur hugvísindi til að standa undir blómlegu íslensku samfélagi til framtíðar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)