141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:55]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég hef varað við því að við ráðumst í þessar framkvæmdir án þess að fyrir liggi heildstæð stefna um það hvernig við ætlum að haga heilbrigðismálum í framtíðinni. Ríkisstjórnin hefur farið í gríðarlegar breytingar með niðurskurði víðs vegar um landið og ég er ekki sannfærður um að þessi nýja bygging leysi þann vanda sem nú er við að glíma. Það er fyrst og fremst mönnunarvandi og ég er sannfærður um, því miður, að sú bygging taki fjármuni sem annars gætu farið í að auka við laun heilbrigðisstarfsstétta, kaupa tæki og að fólk fái búið við þá þjónustu sem það á skilið á Íslandi. Þess vegna segi ég nei við þessari grein.