141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:07]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni og óska eftir því að hæstv. fjármálaráðherra sitji hér og jafnvel fara fram á það, þó maður geti kannski ekki verið svo brattur að skipa fólki fyrir hvenær það tekur til máls, að hún svari spurningum. Það bætir umræðuna og gefur henni meira gildi ef spurningum sem þingmenn varpa fram í umræðunni er svarað jafnóðum.

Ég varpaði til dæmis nokkrum spurningum til hæstv. fjármálaráðherra við 2. umr. fjárlaga, sem hún tók samviskusamlega niður, en svo kom aldrei nein ræða eða svör við spurningum mínum. Ég óttast að því verði eins farið með þessa umræðu. Ég tek því tek heils hugar undir með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni og óska eftir því hér og nú að þessir tveir þingmenn og hæstv. ráðherra verði kallaðir til.