141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

dómstólar.

475. mál
[13:16]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er fyrst og fremst hugsað þannig að þeir komi inn í tiltekin mál og að Hæstiréttur kalli þá til og ég hygg að það sé mjög heppilegt að nýta starfskraftana með þessum hætti. Í störfum fyrir Hæstarétt eins og á öðrum starfsvettvangi þurfa menn að sjálfsögðu að öðlast reynslu. Þeir sem hafa setið þar og gegnt störfum um árabil eru betur til þess fallnir en þeir sem eru að koma nýir til starfa. Þetta er því spurning um að reyna að nýta fjármuni á eins markvissan hátt og hægt er og reynslu og þekkingu manna.